Ásmundur Sveinsson - Hafmey (1922)
Verkið gerði Ásmundur undir handleiðslu sænska myndhöggvarans Carls Milles (1875-1955) í Stokkhólmi í Svíþjóð. Höggmyndin var unnin með það í huga að standa í laug eða gosbrunni en af því varð ekki. Hafmey heldur á tveimur fiskum og alda ber hana uppi. Hreyfingin í öldunni kallast á við hreyfinguna í líkama hennar.
- Stærð: Hæð 24 cm, breidd 13 cm, dýpt 9 cm
- Þyngd: 930 gr.
- Efni: Gifs
- Brothætt!
- Vinsamlegast hafið samband við verslun til að fá frekari upplýsingar.




