Hugarró
Hugarró er lítill zen-garður sem færir fólki Ásmundarsafn heim; kemur listinni til fólksins eins og Ásmundi Sveinssyni myndhöggvara var svo umhugað um. Húsið er komið í sitt upprunalega form - lítið líkan á hugmyndastigi þar sem möguleikar eru ótakmarkaðir. Zen-garðurinn veitir tækifæri til að finna ró frá áreiti nútímans.
- Hönnuður: Friðrik Steinn Friðriksson
- Magn: ca. 20 x 20 x 6,5 cm
- Þyngd: ca. 1015 g
- Efni: Tré, gifs, sandur
- Handgert á Íslandi
- Brothætt
Ásmundur Sveinsson (1893-1982) var einn af frumkvöðlum íslenskrar höggmyndalistar. Listaverk hans endurspegla íslenska sagnahefð, samfélag og náttúru. Mörg verka hans eru hluti af almannarými og þekkt í borgarlandinu. Ásmundur var alla tíð þeirrar skoðunar að listin ætti að vera hluti af daglegu lífi fólks.