Kúla
Kúla er fjölnota bakki sem vísar til kúluhúss Ásmundar Sveinssonar myndhöggvara. Gamlar ljósmyndir, módel og teikningar af kúluhúsinu veittu innblástur og undirstrika einfaldleika - hálfkúla hvílir ofaná ferningi. Frá sjónarhorni fuglsins verður hálfkúlan að hring og ferningurinn hefur óræða þykkt.
- Hönnuður: Tinna Gunnarsdóttir
- Stærð: 30 x 30 x 1 cm
- Þyngd: ca. 1635 g
- Efni: Akrýlsteinn
- Framleitt á Íslandi
Ásmundur Sveinsson (1893-1982) var einn af frumkvöðlum íslenskrar höggmyndalistar. Listaverk hans endurspegla íslenska sagnahefð, samfélag og náttúru. Mörg verka hans eru hluti af almannarými og þekkt í borgarlandinu. Ásmundur var alla tíð þeirrar skoðunar að listin ætti að vera hluti af daglegu lífi fólks.