inosk design SkiptUM

inosk design SkiptUM

9.900 kr
9.900 kr
 

SkiptUM með tré perlum

Sérstaða allrar vörulínunnar UM er sú að hún miðast við veisluna, mannfagnaðinn, ljósið, matinn, ylinn og ilminn. Það sem gerir vörulínuna sérstaka er vinnuferlið sem felst í því að unnið er með tvö ólík frumefni, leir og tré sem mætast í sama hlutnum. SkiptUM hefur meira en eitt notagildi.

Kertastjaki verður blómavasi og dögurðardiskur verður partídiskur. Í þessari hugmynd felst ákveðinn leikur og sköpun hjá notandanum með nytjahlutina sem skreyta eða þjóna þeim jafnt við veisluhöld sem í hversdagsleikanum. Leikurinn og hlutverkaleikurinn í hlutunum er ákveðið nýnæmi sem og efnisnotkun.

  • Handgert á Íslandi
  • Stærð: 12 x 17 cm
  • Þyngd: ca. 415 g