Strokkur
Strokkur er ílát innblásið af verkinu Kona að strokka sem Ásmundur Sveinsson myndhöggvari vann í Reykjavík árið 1934. Strokkur gefur notandanum tækifæri til að máta sig við verkið og setja sig í stellingar styttunnar sem af mikilli ró og yfirvegun strokkar smjör. Verkið var óður til kvenna fyrr og síðar.
- Hönnuður: Hanna Dís Whitehead
- Stærð:Ø 17-20, H 10-30 cm
- Þyngd: ca. 512-670 g
- Efni: Steinleir og jarðleir með glerungi
- Mælt er með að handþvo vöruna
- Handgert af hönnuðinum á Íslandi (hver gripur er einstakur)
- Brothætt
Ásmundur Sveinsson (1893-1982) var einn af frumkvöðlum íslenskrar höggmyndalistar. Listaverk hans endurspegla íslenska sagnahefð, samfélag og náttúru. Mörg verka hans eru hluti af almannarými og þekkt í borgarlandinu. Ásmundur var alla tíð þeirrar skoðunar að listin ætti að vera hluti af daglegu lífi fólks.