Bókin um Ásmund
Bókin um Ásmund
Bókin um Ásmund

Bókin um Ásmund

2.350 kr
2.350 kr
 

„Listamaður má aldrei líta svo á að hann sé frelsaður. Þá fyrst glatar hann frelsinu, sem er forsenda nýrra hugmynda, grundvöllur allrar sköpunar. - Listamaðurinn má aldrei glata þeirri trú, að hann eigi eftir að gera sitt bezta verk. Þá heldur hann áfram, reynir að tjá sig betur en áður. Er nokkur átrúnaður til betri en tjáningin? - Það opnast sífellt nýjar víðáttur. Nútímalistin gefur mönnum einmitt tækifæri til að horfa inn í þessar víðáttur - og endurnýja sköpunarmátt sinn. - Ekkert getur aukið mönnum þroska eins og listin. Það er líka hlutverk hennar. Hún á að vekja, en ekki sefja."  

Skoðanir Ásmundar Sveinssonar myndhöggvara hafa hvergi komið betur fram en í viðtölum hans við blaðamanninn og skáldið Matthías Johannessen, sem voru fyrst gefin út í þessari bók árið 1971. Matthías vann samtöl þeirra í meitlaðar heildir sem lýsa Ásmundi, vinnubrögðum hans, þjóðlegum uppruna og alþjóðlegum viðhorfum með þeim hætti að unun er að. „Bókin um Ásmund" kemur nú út í annað sinn, en hún þykir enn í dag gefa bestu mynd sem hægt er að fá af þeirri persónu sem fólst í þessum hægláta listamanni. Í bókinni eru tólf myndir af Ásmundi og verkum hans eftir Ólaf K. Magnússon. 

  • Harðspjalda 
  • 56 blaðsíður 
  • Myndskreytt 
  • Tungumál: íslenska 
  • Útgáfuár: 1999 
  • Útgefandi: Listasafn Reykjavíkur 
  • Stærð: 20 cm x 26 cm 
  • Þyngd: 414 g