Babb
Babb er líflegur órói sem vísar til efnisheims Ásmundar Sveinssonar myndhöggvara og framþróunar hans sem listamanns. Ólík efni sem einkenna mismunandi tímabil í listsköpun hans dansa jafnvægisdans og lífga upp á tilveruna.
- Hönnuður: Björn Steinar Blumenstein
- Magn: ca. 25 x 17 x 5 cm
- Þyngd: ca. 335 g
- Efni: Leir, brons, lerki, basalt, stál
- Handgert af hönnuðinum á Íslandi
- Brothætt
Ásmundur Sveinsson (1893-1982) var einn af frumkvöðlum íslenskrar höggmyndalistar. Listaverk hans endurspegla íslenska sagnahefð, samfélag og náttúru. Mörg verka hans eru hluti af almannarými og þekkt í borgarlandinu. Ásmundur var alla tíð þeirrar skoðunar að listin ætti að vera hluti af daglegu lífi fólks.