Erró: Svartur og hvítur
Erró: Svartur og hvítur

Erró: Svartur og hvítur

1.900 kr
1.900 kr
 

Margir þekkja stórar og litríkar myndir Errós - en færri tengja hann við myndir í svarthvítu. Á löngum ferli hefur hann þó öðru hverju málað myndir, þar af margar mjög stórar, í svarthvítu. Það var þó ekki fyrr en árið 2014 sem Erró ákvað að mála heila syrpu eingöngu í svarthvítu. Hann setti saman fjölda samklippimynda úr ólíkum myndum sem flestar voru í lit og lét skanna og prenta samklippurnar í svarthvítu. Þessi stafrænu prent notaði hann sem fyrirmyndir að málverkunum. 

Myndefnið er fjölbreytt og óhætt að segja að flestum hugðarefnum listamannsins séu gerð skil en Erró er þekktur fyrir að láta sér fátt óviðkomandi. Erró hefur unnið áhrifamikil málverk þar sem hann sækir innblástur, meðal annars, í heim myndasagna og listasöguna. Þetta eru verk ólgandi af kaldhæðni og kímni gagnvart samfélagsmálum og mannlegu eðli. 

  • Mjúkspjalda 
  • 32 blaðsíður 
  • Myndskreytt 
  • Tungumál: franska 
  • Útgáfuár: 2017 
  • Útgefandi: Espace Jacques Villeglé 
  • Stærð: 24.5 cm x 27.5 cm 
  • Þyngd: 258 g