Sýningarskrá sem gefin var út í tengslum við yfirlitssýningu á verkum Haraldar Jónssonar í Listasafni Reykjavíkur á Kjarvalsstöðum árið 2018. Í bókinni eru ljósmyndir af sýningunni, myndir af verkum og textar um Harald og viðfangsefni hans.
Í bókinni ræðir Kristín Ómarsdóttir rithöfundur við Harald, auk þess sem rithöfundurinn Sjón og sýningarstjórinn Markús Þór Andrésson skrifa greinar um listamanninn. Að auki er í bókinni að finna útgefið efni eftir Harald sjálfan.
- Harðspjalda
- 152 blaðsíður
- Myndskreytt
- Tungumál: enska og íslenska
- Útgáfuár: 2018
- Útgefandi: Listasafn Reykjavíkur
- Stærð: 5 x 17 cm x 25 cm
- Þyngd: 640 g