Kúla
Kúla

Kúla

39.000 kr
39.000 kr
 

Kúla

Kúla er fjölnota bakki sem vísar til kúluhúss Ásmundar Sveinssonar myndhöggvara. Gamlar ljósmyndir, módel og teikningar af kúluhúsinu veittu innblástur og undirstrika einfaldleika - hálfkúla hvílir ofaná ferningi. Frá sjónarhorni fuglsins verður hálfkúlan að hring og ferningurinn hefur óræða þykkt.

  • Hönnuður: Tinna Gunnarsdóttir
  • Stærð: 30 x 30 x 1 cm
  • Þyngd: ca. 1635 g
  • Efni: Akrýlsteinn
  • Framleitt á Íslandi

Ásmundur Sveinsson (1893-1982) var einn af frumkvöðlum íslenskrar höggmyndalistar. Listaverk hans endurspegla íslenska sagnahefð, samfélag og náttúru. Mörg verka hans eru hluti af almannarými og þekkt í borgarlandinu. Ásmundur var alla tíð þeirrar skoðunar að listin ætti að vera hluti af daglegu lífi fólks.