Jóhannes S. Kjarval, Lifandi land 1931–1945
Jóhannes S. Kjarval, Lifandi land 1931–1945
Jóhannes S. Kjarval, Lifandi land 1931–1945

Jóhannes S. Kjarval, Lifandi land 1931–1945

1.150 kr
1.150 kr
 

Þessi bók var gefin út í tilefni af sýningunni "Kjarval - Lifandi land 1931-1945" á Kjarvalsstöðum árið 1997. 

Kjarval reyndist sannspár þegar hann sagði í viðtali 1922 að hann byggist við því að íslensk náttúra yrði honum „fullnaðarskóli, eins og annarra þjóða listamönnum þeirra jörð". Það leið þó tæpur áratugur áður en þessi orð rættust til fulls og Kjarval sneri sér af öllum lífs og sálar kröftum að landslagsmálun. Landslagsmálverk Kjarvals endurspegla listrænt innsæi hans og getu til að túlka blæbrigði náttúrunnar á öllum árstímum, í öllum veðrum. En hann gengur enn lengra. Í hrauninu birtast ójarðneskar verur, englar eða huldufólk, steinarnir tala, ekkert er sem sýnist. 

Sýningunni „Kjarval - Lifandi land 1931-1945" er ætlað að gera úttekt á þessu frjósama skeiði á ferli listamannsins, og er í beinu framhaldi af sýningunni „Kjarval - Mótunarár 1895-1930" sem haldin var á Kjarvalsstöðum haustið 1995. Hér má sjá verk Kjarvals þegar hann hefur náð fullum þroska og er orðinn í senn einn frumlegasti og sérstæðasti listamaður landsins. 

  • Mjúkspjalda 
  • 48 blaðsíður 
  • Myndskreytt 
  • Tungumál: íslenska 
  • Útgáfuár: 1997 
  • Útgefandi: Listasafn Reykjavíkur 
  • Stærð: 19 cm x 26 cm 
  • Þyngd: 230 g