Elín Hansdóttir (f. 1980) býr og starfar jöfnum höndum í Reykjavík og Berlín. Verk hennar spanna allt frá stórum innsetningum, skúlptúrum og yfir í ljósmyndir. Séreinkenni hvers sýningarstaðar er upphaf hins skapandi ferlis hennar og getur orðið henni uppspretta hugmynda, sem geta yfirfærst í stórar innsetningar, gerðar fyrir upplifun þeirra sem í þær koma. Þar er beitt skynvillum bæði í hljóði og mynd; gestir hvattir til þess að rannsaka völundarhúsið sem við þeim blasir og hver og einn verður meðvitaðri um veru sína í rýminu og hreyfingar innan þess. Meðal nýlegra einkasýninga Elínar má nefna í Ásmundarsal í Reykjavík og KW Institute for Contemporary Art í Berlín.
Bókin lítur á verk Elínar, Long Place, sem hún vann fyrir Listahátíð í Reykjavík árið 2005, ásamt Darra Lorenzen, Anne Kockelkorn og hönnunartvíeykinu Neulant van Exel. Ásamt teyminu reisti hún 150 metra löng göng í Edinborgarhúsinu á Ísafirði, ranghala sem ruglaði gesti í ríminu þar sem þeir röktu sig áfram í hvítu rýminu og er vísað áfram um rýmið með einlitu ljósinu: til hægri, vinstri, hægri, upp, niður, vinstri, hægri og lokst aftur út úr rýminu. Upplifunin á rýminu var svo gerð enn sterkari með hljóðheimi sem gerður var úr upptökum teknum innan úr göngunum og varpað aftur úr hátölurum inn í rýmið. Það að vera sviptur skilvitlegum viðmiðum og það að gerast áttavilltur í hlykkjóttum göngunum varð til þess að verkið í heild sinni varð að eins konar skjá þar sem gestir gátu varpað hugleiðingum sínum á.
Í bókinni Long Place birtist í fyrsta sinn nákvæm skrásetning verksins í máli og myndum. Anne Kockelkorn, fræðikona í arkitektúr og heimspekingurinn Björn Quiring rita kafla í bókina um skynlist Elínar Hansdóttur.
- Mjúkspjalda
- 88 blaðsíður
- Myndskreytt
- Tungumál: Enska og þýska
- Útgáfuár: 2021
- Útgefandi: Distanz
- Stærð: 18 cm x 22 cm
- Þyngd: 284 g