Tær (minni)
Tær (minni)

Tær (minni)

5.500 kr
5.500 kr
 

Tær

Vatnsberinn, verk Ásmundar Sveinssonar myndhöggvara, frá 1936–37, sýnir konu rogast berfætta með tvær vatnsfötur. Fæturnir eru sterkbyggðir og endurspegla stöðugleika og jarðtengingu. Þrekvaxnir líkamspartar – hendur, fingur, fætur og tær – einkenna mörg verka Ásmundar og minna á afl verkafólksins. Steyptir fætur sem stíga upp á borð bera kerti til að lýsa upp ljúfar stundir. Fæturnir sækja innblásturinn í verkafólk Ásmundar.

  • Hönnuður: Brynhildur Pálsdóttir
  • Stærð: ca. 4 x 8 x 5 cm
  • Þyngd: ca. 131 g
  • Efni: Steinsteypa
  • Látið kerti aldrei loga án eftirlits
  • Ekki láta kertið brenna alveg niður í stjakann
  • Þrífið kertastjakann með rökum klút
  • Kerti selt sér 

Ásmundur Sveinsson (1893-1982) var einn af frumkvöðlum íslenskrar höggmyndalistar. Listaverk hans endurspegla íslenska sagnahefð, samfélag og náttúru. Mörg verka hans eru hluti af almannarými og þekkt í borgarlandinu. Ásmundur var alla tíð þeirrar skoðunar að listin ætti að vera hluti af daglegu lífi fólks