Örn Ingi, Lífið er LEIKfimi
Örn Ingi, Lífið er LEIKfimi
Örn Ingi, Lífið er LEIKfimi

Örn Ingi, Lífið er LEIKfimi

19.900 kr
19.900 kr
 

Bókin Lífið er LEIKfimi er afrakstur yfirlitssýningar á verkum Arnar Inga Gíslasonar (1945-2017) í Listasafni Akureyrar í Janúar árið 2019. 
Hönnun bókarinnar endurspeglar listamanninn, frá því að vera bankamaður í það að verða að listamanni. Hún er umvafin blaðgulli, tákn um birtu og það gildi sem við gefum frelsinu, sköpunarkraftinum. Í hvert sinn sem bókin er opnuð, fer sál Arnar Inga á flug! 

  • Ritstjóri: Halldóra Arnardóttir listfræðingur. 
  • Prentuð eintök: 200. Hvert og eitt númerað og stimplað með undirskrift listamannsins. 
  • Hardcover, 400 síður með fjölda mynda úr lífi og verkum listamannsins, mikið úrval listaverka. 
  • Magn: 30x25 cm 
  • Tungumál: Íslenska. Með greinum á ensku og spænsku. 

Örn Ingi Gíslason (1945-2017) valdi óhefðbundna leið í listsköpun sinni. Hann var sjálfmenntaður listamaður og varð mikill áhrifavaldur sem kennari. Hann hélt margar einka- og samsýningar, þ.e. í Norræna húsinu Reykjavík, Kjarvalsstöðum, Hafnarborg og Gerðubergi.