Sjampósápa með þara
Frískandi sjampóstykki með þara og hreinum ilmolíum.
Steinasápurnar frá URÐ eru handgerðar. Þær eru kaldpressaðar úr hreinum ilmolíum og innihalda íslensk hráefni. Lögun þeirra minnir á brotna hrafntinnu og er táknræn fyrir hina viðkvæmu íslensku náttúru. Hrafntinnan er friðuð og stundum nefnd steinn sannleikans.
Sápurnar eru í taupokum sem hægt er að nota ef ferðast á með þær. Sápurnar eru með áföstum spotta til að auðvelda notkun. Sjampóstykkið hentar vel fyrir viðkvæma, exem og feitan hársvörð.
Notkun: Bleytið stykkið og nuddið í höndum þar til freyðir, nuddið í hárið og skolið úr.
- Með piparmyntu og patsjúlí
- Framleitt á Íslandi
- Innihaldsefni: Kókosolía (Cocos Nucifera Oil), vatn (Aqua), repjuolía (Brassica Napus Linnaeus), laxerolía (Castor oil), þari og hreinar ilmolíur